Nýtt met Curry dugði ekki til gegn Toronto sem tók forystuna á ný Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Curry vonsvikinn í leiknum í nótt. vísir/getty Stephen Curry lék á als oddi í nótt og skoraði 47 stig en það dugði ekki til er Golden State Warriors tapaði 123-109 fyrir Toronto Raptors í þriðja leik úrslitaeinvígisins í NBA-deildinni. Klay Thompson var á meiðslalistanum hjá Golden State Warriors og það munaði um minna en hann er meiddur aftan í læri. Meistararnir voru því án hans í nótt. Það var mikið skorað í leiknum í nótt og ljóst frá upphafi að áhorfendur myndu fá mikið fyrir peninginn. Toronto var 36-29 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddi svo í hálfleik 60-52.Led by @DGreen_14's chasedown block, the TOP 3 PLAYS from Game 3 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/lFtsi8zFOY — NBA (@NBA) June 6, 2019Toronto hélt tökunum á leiknum í síðari hálfleik og þrátt fyrir áhlaup ríkjandi meistara þá létu gestirnir sigurinn ekki af hendi og eru komnir í 2-1 í einvíginu. Stephen Curry var bestur í liði Golden State. Hann bætti met sitt yfir flest stig skoruð í einum leik í úrslitakeppni og gerði 47 stig en gamla met hans var 44. Að auki tók hann átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Toronto með 30 stig en Toronto-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir hentu sautján þristum niður sem er það mesta í úrslitarimmu síðan 9. júní 2017 er Cleveland hitti 24 þristum.Big game. Big buckets.@TangerineHoops Game Highlights Watch: https://t.co/ge0989ux6apic.twitter.com/DN9R0qH0UW — Toronto Raptors (@Raptors) June 6, 2019Næsti leikur liðanna fer fram í nótt. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira
Stephen Curry lék á als oddi í nótt og skoraði 47 stig en það dugði ekki til er Golden State Warriors tapaði 123-109 fyrir Toronto Raptors í þriðja leik úrslitaeinvígisins í NBA-deildinni. Klay Thompson var á meiðslalistanum hjá Golden State Warriors og það munaði um minna en hann er meiddur aftan í læri. Meistararnir voru því án hans í nótt. Það var mikið skorað í leiknum í nótt og ljóst frá upphafi að áhorfendur myndu fá mikið fyrir peninginn. Toronto var 36-29 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddi svo í hálfleik 60-52.Led by @DGreen_14's chasedown block, the TOP 3 PLAYS from Game 3 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/lFtsi8zFOY — NBA (@NBA) June 6, 2019Toronto hélt tökunum á leiknum í síðari hálfleik og þrátt fyrir áhlaup ríkjandi meistara þá létu gestirnir sigurinn ekki af hendi og eru komnir í 2-1 í einvíginu. Stephen Curry var bestur í liði Golden State. Hann bætti met sitt yfir flest stig skoruð í einum leik í úrslitakeppni og gerði 47 stig en gamla met hans var 44. Að auki tók hann átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Toronto með 30 stig en Toronto-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir hentu sautján þristum niður sem er það mesta í úrslitarimmu síðan 9. júní 2017 er Cleveland hitti 24 þristum.Big game. Big buckets.@TangerineHoops Game Highlights Watch: https://t.co/ge0989ux6apic.twitter.com/DN9R0qH0UW — Toronto Raptors (@Raptors) June 6, 2019Næsti leikur liðanna fer fram í nótt.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira