Að breyta gróðurhúsalofti í grjót Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2019 08:00 Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar