Að breyta gróðurhúsalofti í grjót Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2019 08:00 Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við könnumst við að snjallir smalar eða heimasætur blekki tröll svo þau verði að steini. Það er kannski einmitt það sem við erum að gera við Hellisheiðarvirkjun á hverjum degi; 35 tonn af tröllum á dag. Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun 21. aldarinnar og því eðlilega áberandi í umræðunni í dag. Í byrjun maímánaðar lýsti breska þingið yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og Landvernd hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Þá hefur loftslagsverkfall hinnar 16 ára gömlu Gretu Thunberg vakið verðskuldaða athygli og ungmenni um allan heim, þar á meðal hér á landi, fetað í fótspor hennar. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra eru á allra vörum en það getur virst óyfirstíganlegt að finna lausnir á vandanum sem blasir við. Það er því hvetjandi að hugsa til þess að ein af lausnunum er rétt við bæjardyrnar, þróuð af íslensku vísindafólki. Ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losnar út í andrúmsloftið í miklu magni hér á landi er koltvíoxíð. Þessi lofttegund er helsta orsök hlýnunar jarðar og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aukinna aðgerða til að fanga koltvíoxíð og farga því. Um einmitt það snýst CarbFix verkefnið við jarðgufuvirkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. CarbFix verkefnið hefur verið í vinnslu í rúm tólf ár hjá því framúrskarandi vísinda-, tækni- og iðnaðarfólki sem við búum að í samstarfi við alþjóðlegan hóp vísindamanna. Verkefnið snýr að þróun og prófun þeirrar hugmyndar að hægt sé að taka koltvíoxíð, sem kemur upp með jarðhitavökva, blanda því við vatn og dæla aftur niður í jörðina, þaðan sem það kom, þar sem það breytist í stein. Þessu fylgja verulega jákvæð umhverfisáhrif og CarbFix verkefnið er mikilvægur þáttur í markmiði ON að minnka kolefnisspor sitt um 60% fyrir árið 2030. Þetta hefur gengið vonum framar og vakið mikla athygli, bæði innan og utan landsteinanna. Um 400 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um CarbFix, þar á meðal BBC, New York Times og Reuters. Þessi alþjóðlegi áhugi er skiljanlegur því í þessari byltingarkenndu aðferð felast verulegir möguleikar til framtíðar, ekki aðeins fyrir ON, heldur einnig önnur jarðvarmafyrirtæki, iðnað á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Við hjá ON viljum vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, eða loftslagshamförum, eins og trúlegast er réttara að kalla þær, og CarbFix verkefnið er þar mikilvægt innlegg. Grundvöllur verkefna sem þessa er stöðugt samtal og stuðningur frá öllum viðskiptavinum okkar. Við hjá ON erum stolt af þessu verkefni og munum halda ótrauð áfram í að leita sífellt betri lausna í umhverfismálum.Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar