Anna vissi ekki að búið var að taka fótinn Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2019 11:30 Anna missti fótinn fyrir nokkrum árum en lætur það ekki stöðva sig. Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira