Anna vissi ekki að búið var að taka fótinn Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2019 11:30 Anna missti fótinn fyrir nokkrum árum en lætur það ekki stöðva sig. Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira