Þegar 6 loforð af 100 eru uppfyllt Sara Dögg skrifar 8. júní 2019 14:13 Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar