„Dómarinn kallaði okkar leikmenn aumingja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2019 19:00 Jóhann Kristinn var ekki sáttur með dómara leiksins, Sigurð Hjört Þrastarson. mynd/stöð 2 sport Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 0-2, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Hann var hins vegar allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins, Sigurðar Hjartar Þrastarsonar, og sakaði hann um hroka í garð sinna leikmanna. „Það hvernig þessi leikur fór kom dómaranum ekkert við en ég ætla að biðja hann afsökunar á að þurfa að draga hann hingað í leik. Hann var ekki stemmdur í það og átti mjög erfitt með sig, að þurfa að koma alla leið hingað og dæma hjá liði á þessu getustigi,“ sagði Jóhann eftir leikinn í dag. „Það kristallaðist í því að hann kallaði okkar leikmenn aumingja. Það var ljótt að sjá en hann átti ekki sök á tapinu. En þegar við komumst nálægt markinu þeirra var hann tilbúinn með flautuna.“ Jóhann var sáttur með frammistöðu sinna manna þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ég vil óska KR til hamingju með sigurinn sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Allt tal um að þeir hafi spilað illa er tilkomið vegna þess hvernig við spiluðum,“ sagði Jóhann. „Við erum ósáttir að hafa ekki komist áfram. Mér fannst strákarnir gera þetta gríðarlega vel. Það er leiðinlegt að ná ekki að skora.“ Jóhann segist hafa lagt upp með að setja meiri pressu á KR-ingana en það hafi ekki tekist. „Við ætluðum að pressa meira á þá en þetta er frábært lið. Við lágum meira til baka og vörðum markið okkar. Þeir fengu ekki mörg frábær færi en komust yfir með þessu skítamarki,“ sagði Jóhann. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 0-2, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. Hann var hins vegar allt annað en sáttur með frammistöðu dómara leiksins, Sigurðar Hjartar Þrastarsonar, og sakaði hann um hroka í garð sinna leikmanna. „Það hvernig þessi leikur fór kom dómaranum ekkert við en ég ætla að biðja hann afsökunar á að þurfa að draga hann hingað í leik. Hann var ekki stemmdur í það og átti mjög erfitt með sig, að þurfa að koma alla leið hingað og dæma hjá liði á þessu getustigi,“ sagði Jóhann eftir leikinn í dag. „Það kristallaðist í því að hann kallaði okkar leikmenn aumingja. Það var ljótt að sjá en hann átti ekki sök á tapinu. En þegar við komumst nálægt markinu þeirra var hann tilbúinn með flautuna.“ Jóhann var sáttur með frammistöðu sinna manna þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Ég vil óska KR til hamingju með sigurinn sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Allt tal um að þeir hafi spilað illa er tilkomið vegna þess hvernig við spiluðum,“ sagði Jóhann. „Við erum ósáttir að hafa ekki komist áfram. Mér fannst strákarnir gera þetta gríðarlega vel. Það er leiðinlegt að ná ekki að skora.“ Jóhann segist hafa lagt upp með að setja meiri pressu á KR-ingana en það hafi ekki tekist. „Við ætluðum að pressa meira á þá en þetta er frábært lið. Við lágum meira til baka og vörðum markið okkar. Þeir fengu ekki mörg frábær færi en komust yfir með þessu skítamarki,“ sagði Jóhann.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Umfjöllun: Völsungur - KR 0-2 | KR-ingar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Húsavík KR er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 0-2 sigur á Völsungi á Húsavík í kvöld. 30. maí 2019 16:15