Rúllubaggamenn
Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir.
Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel.
Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum.
Skoðun

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar