Drake mætti í gamalli Raptors-treyju merktri Dell Curry sem er faðir stjörnu Golden State Warriors, Steph Curry. Það átti væntanlega að koma Curry úr jafnvægi.
Hann var svo með Nike-band á handleggnum og fyrir því er góð ástæða. Drake er nefnilega svolítill tombólustuðningsmaður og styður ansi marga. Þar á meðal leikmenn Golden State.
Drake er með tattú til heiðurs stjörnum Warriors, Steph Curry og Kevin Durant. Hann er með númerin þeirra flúruð á sig.
Hann notaði bandið til þess að hylja flúrin. Skiljanlega. Annað hefði verið kjánalegt.
just gonna leave this here ... pic.twitter.com/2Lm2fQgMFI
— SB Nation (@SBNation) May 31, 2019