Um lof, last og bullyrðingar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 12:02 Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar