Víkingar búnir að vera mest allra með boltann í Pepsi Max deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 19:00 Víkingar hafa verið mikið með boltann í fyrstu sex umferðunum. Vísir/Bára Víkingsliðið hefur haldið boltanum lengst allra liða samkvæmt tölfræði Instat úr fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Topplið Skagamanna vill að sama skapi ekki vera með knöttinn. Víkingar hafa ekki unnið leik í Pepsi Max deildinni og eru aðeins stigi fyrir ofan botnsæti deildarinnar eftir sex umferðir. Það kemur því örugglega mörgum á óvart að sjá Víkingsliðið á toppi listans yfir það lið sem hefur verið mest með boltann. Víkingar hafa verið með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 40 sekúndur í hverjum leik í fyrstu sex umferðunum. Næstir á eftir Víkingi eru FH-ingar sem hafa haldið boltanum að meðaltali í 31 mínútu og 34 sekúndur. Það munar ekki miklu á efstu tveimur liðunum en það er mun lengra niður í þriðja sætið þar sem sitja Valsmenn. Valur hefur haldið boltanum að meðaltali í 29 mínútu og 54 sekúndur en Stjörnumenn koma síðan í fjórða sætinu, hafa verið með boltann að meðaltali í 29 mínútur og 13 sekúndur. Það vekur jafnframt athygli að ekkert félag hefur verið minna með boltann í deildinni en topplið ÍA. Skagamenn hafa aðeins haldið boltanum innan síns liðs í 20 mínútur og 46 sekúndur að meðaltali í leik. Skagamenn eru langt á eftir næsta liði sem er botnlið ÍBV. ÍBV og HK eru fyrir ofan Skagamenn en það eru lið sem sitja við botn deildarinnar ásamt Víkingum og Valsmönnum. Þessi taktík að leyfa andstæðingum að vera með boltann hefur gengið upp hjá Skagaliðinu sem er með 16 stig og þriggja stiga forystu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Sjöunda umferð deildarinnar fer fram um helgina, einn leikur á laugardaginn og fimm leikir á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir þrjá leiki, leik Grindavíkur og Víkings klukkan 14.00 á morgun laugardag og svo tvo leiki á sunnudaginn. Á sunnudaginn verður fyrst sýndur beint leikur Breiðabliks og FH klukkan 17.00 og svo leikur Stjörnunnar og Vals klukkan 19.15. Pepsi Max Mörk karla eru síðan klukkan 21.15 á sunnudagskvöldið.Mínútur að meðaltali með boltann í fyrstu sex umferðum Pepsi Max karla 2019: 1. Víkingur 31 mínútur : 40 sekúndur 2. FH 31:34 3. Valur 29:54 4. Stjarnan 29:13 5. KA 27:15 6. Fylkir 27:02 7. Breiðablik 26:21 8. KR 26:03 9. Grindavík 25:19 10. HK 25:10 11. ÍBV 23:19 12. ÍA 20:46 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Víkingsliðið hefur haldið boltanum lengst allra liða samkvæmt tölfræði Instat úr fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Topplið Skagamanna vill að sama skapi ekki vera með knöttinn. Víkingar hafa ekki unnið leik í Pepsi Max deildinni og eru aðeins stigi fyrir ofan botnsæti deildarinnar eftir sex umferðir. Það kemur því örugglega mörgum á óvart að sjá Víkingsliðið á toppi listans yfir það lið sem hefur verið mest með boltann. Víkingar hafa verið með boltann að meðaltali í 31 mínútu og 40 sekúndur í hverjum leik í fyrstu sex umferðunum. Næstir á eftir Víkingi eru FH-ingar sem hafa haldið boltanum að meðaltali í 31 mínútu og 34 sekúndur. Það munar ekki miklu á efstu tveimur liðunum en það er mun lengra niður í þriðja sætið þar sem sitja Valsmenn. Valur hefur haldið boltanum að meðaltali í 29 mínútu og 54 sekúndur en Stjörnumenn koma síðan í fjórða sætinu, hafa verið með boltann að meðaltali í 29 mínútur og 13 sekúndur. Það vekur jafnframt athygli að ekkert félag hefur verið minna með boltann í deildinni en topplið ÍA. Skagamenn hafa aðeins haldið boltanum innan síns liðs í 20 mínútur og 46 sekúndur að meðaltali í leik. Skagamenn eru langt á eftir næsta liði sem er botnlið ÍBV. ÍBV og HK eru fyrir ofan Skagamenn en það eru lið sem sitja við botn deildarinnar ásamt Víkingum og Valsmönnum. Þessi taktík að leyfa andstæðingum að vera með boltann hefur gengið upp hjá Skagaliðinu sem er með 16 stig og þriggja stiga forystu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Sjöunda umferð deildarinnar fer fram um helgina, einn leikur á laugardaginn og fimm leikir á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir þrjá leiki, leik Grindavíkur og Víkings klukkan 14.00 á morgun laugardag og svo tvo leiki á sunnudaginn. Á sunnudaginn verður fyrst sýndur beint leikur Breiðabliks og FH klukkan 17.00 og svo leikur Stjörnunnar og Vals klukkan 19.15. Pepsi Max Mörk karla eru síðan klukkan 21.15 á sunnudagskvöldið.Mínútur að meðaltali með boltann í fyrstu sex umferðum Pepsi Max karla 2019: 1. Víkingur 31 mínútur : 40 sekúndur 2. FH 31:34 3. Valur 29:54 4. Stjarnan 29:13 5. KA 27:15 6. Fylkir 27:02 7. Breiðablik 26:21 8. KR 26:03 9. Grindavík 25:19 10. HK 25:10 11. ÍBV 23:19 12. ÍA 20:46
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki