Harmar uppsagnir Icelandair en segir þær ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:00 MAX-vélar Icelandair sem hafa verið kyrrsettar sjást hér á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira