Harmar uppsagnir Icelandair en segir þær ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:00 MAX-vélar Icelandair sem hafa verið kyrrsettar sjást hér á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira