Árangur lokuskiptaaðgerða svipaður hjá konum og körlum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Ósæðarlokuskipti á Landspítala, þar sem komið er fyrir lífrænni ósæðarloku úr gollurshúsi kálfs. HÍ Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsli í ósæðarloku hjartans en karlar, þá er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum íslenskra vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var í fyrsta sinn kannað hver árangur ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá konum hérlendis og hann borinn saman við árangur af sams konar aðgerðum hjá körlum. Alls tóku 428 sjúklingar þátt í rannsókninni en allir gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002 til 2013. Þrenging í ósæðarloku er næstalgengasti hjartasjúkdómurinn sem meðhöndlaður er með opinni skurðagerð á eftir kransæðaþrengslum. Lokuþrengsli þeirra kvenna sem tóku þátt í aðgerðinni voru almennt alvarlegri en karlanna. Engu að síður var árangur af aðgerðunum svipaður hjá báðum kynjum og átti það bæði við um snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Einnig reyndist langtímalifun kvenna sambærileg og hjá körlum en í kringum 80% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir aðgerð sem þykir ágætur árangur fyrir sjúklinga á þessum aldri. Af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni voru konur aðeins 35 prósent og meðalaldur þeirra 72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta vekur upp spurningar hvort töf verði á greiningu sjúkdómsins hjá konum og þeim síður boðið upp á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir í öðrum löndum hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður og er skýringin oftast talin liggja í ódæmigerðum einkennum kvenna sem geta tafið greiningu og meðferð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsli í ósæðarloku hjartans en karlar, þá er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum íslenskra vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var í fyrsta sinn kannað hver árangur ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá konum hérlendis og hann borinn saman við árangur af sams konar aðgerðum hjá körlum. Alls tóku 428 sjúklingar þátt í rannsókninni en allir gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002 til 2013. Þrenging í ósæðarloku er næstalgengasti hjartasjúkdómurinn sem meðhöndlaður er með opinni skurðagerð á eftir kransæðaþrengslum. Lokuþrengsli þeirra kvenna sem tóku þátt í aðgerðinni voru almennt alvarlegri en karlanna. Engu að síður var árangur af aðgerðunum svipaður hjá báðum kynjum og átti það bæði við um snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Einnig reyndist langtímalifun kvenna sambærileg og hjá körlum en í kringum 80% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir aðgerð sem þykir ágætur árangur fyrir sjúklinga á þessum aldri. Af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni voru konur aðeins 35 prósent og meðalaldur þeirra 72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta vekur upp spurningar hvort töf verði á greiningu sjúkdómsins hjá konum og þeim síður boðið upp á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir í öðrum löndum hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður og er skýringin oftast talin liggja í ódæmigerðum einkennum kvenna sem geta tafið greiningu og meðferð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent