Skagamenn með fleiri sigra í sumar en allt síðasta tímabil þeirra í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:00 Óttar Bjarni Guðmundsson fagnar sigri Skagamanna í gær. Vísir/Daníel Nýliðar ÍA eru og verða á toppi Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir fimmtu umferðina þótt að þrír leikir fari fram í kvöld. Sigur Skagamanna í Kópavoginum í gær sá til þess. Einar Logi Einarsson tryggði ÍA 1-0 sigur á Breiðabliki í toppslag deildarinnar með marki í uppbótatíma leiksins. ÍA er þar með búið að ná í þrettán stig af fimmtán mögulegum það sem af er á þessu tímabili. Það er mjög athyglisvert að bera þetta saman við síðasta tímabil Skagamanna í efstu deild eða sumarið 2017. ÍA fékk þá samtals sautján stig allt sumarið og varð að sætta sig við fall úr deildinni um haustið. Skagaliðið er þegar búið að afreka það sem þetta lið frá 2017 náði aldrei en það er að vinna fjóra deildarleiki. ÍA vann aðeins þrjá leiki samanlagt í úrvalsdeildinni sumarið 2017 en þeir sigrar voru á móti ÍBV (27. maí), Fjölni (19. júní) og KA (10. september). Skagamenn hafa aldrei áður verið búnir að vinna fjóra deildarleiki 19. maí en það verður þó að taka inn í að tímabilið byrjar fyrr í dag en á árunum áður. Skagamenn unnu einnig fjóra sigra í fyrstu fimm umferðunum þegar þeir voru nýliðar sumarið 2012 en þeir sigrar komu í fjórum fyrstu leikjunum. Liðið var þá á toppnum eftir fimmtu umferð eins og nú. Fjórði sigurinn kom 20. maí eða degi síðar en í ár. Þegar ÍA varð síðast Íslandsmeistari sumarið 2001 þá vann liðið sinn fjórða deildarsigur í leik á móti Grindavík (3-1) en hann var 27. júní og í 7. umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá hve lengi Skagamenn hafa þurft að bíða eftir deildarsigri númer fjögur á þeim tímabilum sem þeir hafa verið í efstu deild á 21. öldinni.Hvenær kom fjórði sigur Skagamanna á þessari öld:2019 - Í 5. leik, 19. maí 2017 - Kom aldrei (3 sigurleikir) 2016 - Í 10. leik, 11. júlí 2015 - Í 13. leik, 26. júlí 2013 - Kom aldrei (3 sigurleikir)2012 - Í 4. leik, 20. maí 2008 - Kom aldrei (2 sigurleikir) 2007 - Í 9. leik, 4. júlí 2006 - Í 11. leik, 17. júlí 2005 - Í 9. leik, 7. júlí 2004 - Í 10. leik, 10. júlí 2003 - Í 13. leik, 10. ágúst 2002 - Í 10. leik, 11. júlí 2001 - Í 7. leik, 27. júní 2000 - Í 8. leik, 26. júní Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Nýliðar ÍA eru og verða á toppi Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir fimmtu umferðina þótt að þrír leikir fari fram í kvöld. Sigur Skagamanna í Kópavoginum í gær sá til þess. Einar Logi Einarsson tryggði ÍA 1-0 sigur á Breiðabliki í toppslag deildarinnar með marki í uppbótatíma leiksins. ÍA er þar með búið að ná í þrettán stig af fimmtán mögulegum það sem af er á þessu tímabili. Það er mjög athyglisvert að bera þetta saman við síðasta tímabil Skagamanna í efstu deild eða sumarið 2017. ÍA fékk þá samtals sautján stig allt sumarið og varð að sætta sig við fall úr deildinni um haustið. Skagaliðið er þegar búið að afreka það sem þetta lið frá 2017 náði aldrei en það er að vinna fjóra deildarleiki. ÍA vann aðeins þrjá leiki samanlagt í úrvalsdeildinni sumarið 2017 en þeir sigrar voru á móti ÍBV (27. maí), Fjölni (19. júní) og KA (10. september). Skagamenn hafa aldrei áður verið búnir að vinna fjóra deildarleiki 19. maí en það verður þó að taka inn í að tímabilið byrjar fyrr í dag en á árunum áður. Skagamenn unnu einnig fjóra sigra í fyrstu fimm umferðunum þegar þeir voru nýliðar sumarið 2012 en þeir sigrar komu í fjórum fyrstu leikjunum. Liðið var þá á toppnum eftir fimmtu umferð eins og nú. Fjórði sigurinn kom 20. maí eða degi síðar en í ár. Þegar ÍA varð síðast Íslandsmeistari sumarið 2001 þá vann liðið sinn fjórða deildarsigur í leik á móti Grindavík (3-1) en hann var 27. júní og í 7. umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá hve lengi Skagamenn hafa þurft að bíða eftir deildarsigri númer fjögur á þeim tímabilum sem þeir hafa verið í efstu deild á 21. öldinni.Hvenær kom fjórði sigur Skagamanna á þessari öld:2019 - Í 5. leik, 19. maí 2017 - Kom aldrei (3 sigurleikir) 2016 - Í 10. leik, 11. júlí 2015 - Í 13. leik, 26. júlí 2013 - Kom aldrei (3 sigurleikir)2012 - Í 4. leik, 20. maí 2008 - Kom aldrei (2 sigurleikir) 2007 - Í 9. leik, 4. júlí 2006 - Í 11. leik, 17. júlí 2005 - Í 9. leik, 7. júlí 2004 - Í 10. leik, 10. júlí 2003 - Í 13. leik, 10. ágúst 2002 - Í 10. leik, 11. júlí 2001 - Í 7. leik, 27. júní 2000 - Í 8. leik, 26. júní
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira