Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 14:54 Farage var ekki hlátur í huga eftir að hann varð fyrir mjólkurhristingsfyrirsáti í Newcastle. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019 Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30
Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46