Skemmdarvargar herja á leikskóla í Árbæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 22:13 Aðkoman að leikskólanum var heldur ófrýnileg í morgun. Facebook/Guðlaug Kristindsdóttir Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent