Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 07:00 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður. Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður.
Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira