Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 12:00 Ari Matthíasson segir sjálfsagt að íhuga það að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið. Vísir/Egill Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00