Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2019 13:25 Hart er sótt að Ara en Bryhildur segir að ákvörðun um að sækja um sé alfarið á hennar forsendum. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“ Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00