Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 13:31 Kristín vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira