Báðir hafa spilað lungað af leikjum KA undanfarin ár eftir að hafa gengið í raðir liðsins. Hallgrímur hefur leikið 191 leiki fyrir KA en Hrannar 118 leiki.
Knattspyrnudeild hefur framlengt samninga sína við @hallgrimurmar10 og @hrannarbjorn um ár! #LifiFyrirKAhttps://t.co/K2BMMlOqGqpic.twitter.com/faBpoRWm3m
— KA (@KAakureyri) May 21, 2019
Það hefur verið fín ára yfir KA-liðinu í upphafi móts í Pepsi Max-deildinni en Hallgrímur hefur skorað þrjú mörk í fyrstu leikjum mótsins.
KA er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina og unnu Stjörnuna í síðustu umferðinni. KA spilar á heimavelli um helgina er ÍBV kemur í heimsókn.