FH-ingar fengu fyrst aukaspyrnu eftir brot Hauks Páls Sigurðssonar fyrir utan teig og svo vítaspyrnu úr henni eftir að Orri Sigurður Ómarsson braut að sér inn í teig.
Þorvaldur Örlygsson og félagar í Pepsi Max mörkunum fóru yfir þessi tvö brot sem Valsmenn voru ekki ánægðir með en voru rétt þegar betur var að gáð.
„Þetta var algjör óþarfi hjá Hauki Pál. Þeir fá aukaspyrnu, setja hana inn í teig og þá kemur annað klaufalegt brot,“ sagði Þorvaldur.
„Þar er hafsent með mikla reynslu, búinn að spila erlendis og annað, sem hrindir bara leikmanninum. Þetta er klaufalegt og óþarfi,“ sagði Þorvaldur.
Það má sjá þessi brot og umfjöllun Pepsi Max markanna um þau í myndbandinu hér fyrir neðan.