Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:46 Bára Halldórsdóttir hefur hafnað öllum ásökunum Miðflokksmanna um leynimakk. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt.Viljinn greinir frá þessu í kvöld. Í frétt Viljans segir jafnframt að Báru hafi verið gert skylt að eyða upptökunum af barnum umrætt kvöld og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið verður úrskurðurinn ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun að beiðni lögmanns þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustri þann 20. nóvember, þeirra Sigmundar Davíð Gunnlaugsson, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Persónuvernd hefur haft Klaustursmálið á sínu borði síðan í desember í fyrra. Þá varð bið á meðferð málsins eftir að þingmenn Miðflokksins fóru með málið fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að vitnaleiðslur færu fram í dómsal og að sönnunargagna yrði aflað. Beiðninni var hafnað og úrskurður héraðsdóms svo staðfestur í Landsrétti. Þá hafnaði Persónuvernd kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Ekki náðist í Reimar Pétursson, lögmann Miðflokksmanna, Báru Halldórsdóttur eða Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt.Viljinn greinir frá þessu í kvöld. Í frétt Viljans segir jafnframt að Báru hafi verið gert skylt að eyða upptökunum af barnum umrætt kvöld og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið verður úrskurðurinn ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun að beiðni lögmanns þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustri þann 20. nóvember, þeirra Sigmundar Davíð Gunnlaugsson, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Persónuvernd hefur haft Klaustursmálið á sínu borði síðan í desember í fyrra. Þá varð bið á meðferð málsins eftir að þingmenn Miðflokksins fóru með málið fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að vitnaleiðslur færu fram í dómsal og að sönnunargagna yrði aflað. Beiðninni var hafnað og úrskurður héraðsdóms svo staðfestur í Landsrétti. Þá hafnaði Persónuvernd kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Ekki náðist í Reimar Pétursson, lögmann Miðflokksmanna, Báru Halldórsdóttur eða Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30