Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 10:11 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira