Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, kærðu upptökuna til Persónuverndar. Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent