Flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýri árið 2030 Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 08:56 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“ Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31