Skólastarfið í Úlfarsárdal í uppnámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 11:34 Frá framkvæmdasvæðinu í dag. Vísir Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir það mikil vonbrigði að vita að afhending hluta skólahúsnæðis verði ekki tilbúið á þeim tíma sem til stóð. Það setji skólahald í uppnám. Um er að ræða nýtt húsnæði skólans sem áætlað var að taka að fullu í notkun við setningu skólans í ágúst. Hildur segir í skilaboðum til foreldra í skólanum að afhending hluti skólahúsnæðis sem er í byggingu verði ekki tilbúið 15. ágúst. Raunar verði hann ekki að fullu tilbúinn fyrr en haustið 2020. Skólaráðsfundur var haldinn í morgun þar sem þetta var kynnt. „Það sem er til afhendingar 15. ágúst eru kennslustofur umsjónarhópa, kennslueldhús og fataklefar eldri nemenda í austurhluta skólans á efri hæðinni, en þar verður líka hægt að komast inn í skólann,“ segir Hildur. „Það sem ekki er til afhendingar fyrr en 15. október (líklega einhver rými fyrr) eru list- og verkgreinakennslustofur (textíl, smíðar, myndmennt), náttúrufræðikennslustofa, fatahengi í grunnskólahluta neðri hæðar, starfsmannarými, sérkennslurými, skrifstofurými og gangurinn eða miðrýmið ásamt stiga milli hæða, lyfta og ræstikompa.“Framkvæmdasvæðið í Úlfarsárdal.VísirUm áramótin verði svo mötuneytið afhent. „Tónmenntastofa, salur, tónlistarskólaherbergi, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga koma þar næsta haust. Það að geta ekki gengið að þeim skólarýmum sem ráð var fyrir gert setur skólastarfið í uppnám, fyrir foreldra og starfsfólk en ekki síst fyrir nemendur.“Viðkvæmur skólabragur vegna húsnæðisróts Skólabragurinn sé að mörgu leyti góður að sögn Hildar en um leið viðkvæmur. „Að okkar mati helgast það mikið af því húsnæðisróti sem okkur hefur verið boðið upp á í gegnum tíðina. Við höfum komið skilaboðum til yfirmanna skólamála í Reykjavíkurborg og borgarstjóra hve vonbrigði okkar eru mikil.“ Dalskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Hann tók til starfa haustið 2010. Tæplega 300 hundruð nemendur eru við skólann.Nánar má kynna sér framkvæmdina á heimasíðu borgarinnar. Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir það mikil vonbrigði að vita að afhending hluta skólahúsnæðis verði ekki tilbúið á þeim tíma sem til stóð. Það setji skólahald í uppnám. Um er að ræða nýtt húsnæði skólans sem áætlað var að taka að fullu í notkun við setningu skólans í ágúst. Hildur segir í skilaboðum til foreldra í skólanum að afhending hluti skólahúsnæðis sem er í byggingu verði ekki tilbúið 15. ágúst. Raunar verði hann ekki að fullu tilbúinn fyrr en haustið 2020. Skólaráðsfundur var haldinn í morgun þar sem þetta var kynnt. „Það sem er til afhendingar 15. ágúst eru kennslustofur umsjónarhópa, kennslueldhús og fataklefar eldri nemenda í austurhluta skólans á efri hæðinni, en þar verður líka hægt að komast inn í skólann,“ segir Hildur. „Það sem ekki er til afhendingar fyrr en 15. október (líklega einhver rými fyrr) eru list- og verkgreinakennslustofur (textíl, smíðar, myndmennt), náttúrufræðikennslustofa, fatahengi í grunnskólahluta neðri hæðar, starfsmannarými, sérkennslurými, skrifstofurými og gangurinn eða miðrýmið ásamt stiga milli hæða, lyfta og ræstikompa.“Framkvæmdasvæðið í Úlfarsárdal.VísirUm áramótin verði svo mötuneytið afhent. „Tónmenntastofa, salur, tónlistarskólaherbergi, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga koma þar næsta haust. Það að geta ekki gengið að þeim skólarýmum sem ráð var fyrir gert setur skólastarfið í uppnám, fyrir foreldra og starfsfólk en ekki síst fyrir nemendur.“Viðkvæmur skólabragur vegna húsnæðisróts Skólabragurinn sé að mörgu leyti góður að sögn Hildar en um leið viðkvæmur. „Að okkar mati helgast það mikið af því húsnæðisróti sem okkur hefur verið boðið upp á í gegnum tíðina. Við höfum komið skilaboðum til yfirmanna skólamála í Reykjavíkurborg og borgarstjóra hve vonbrigði okkar eru mikil.“ Dalskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Hann tók til starfa haustið 2010. Tæplega 300 hundruð nemendur eru við skólann.Nánar má kynna sér framkvæmdina á heimasíðu borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira