Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 25. maí 2019 09:34 Bergþór Ólason sagði þingforseta reyna að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar. Vísir/Vilhelm Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15