Hækka á tekjuviðmið leiguíbúða hjá Bjargi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 19:30 Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann. Húsnæðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann.
Húsnæðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira