Vilhjálmur Alvar Þórarinsson byrjaði á því að dæma leikinn en hann meiddist snemma leiks svo aðstoðardómarinn Gylfi Már Sigurðsson tók við flautunni og fjórði dómarinn Eðvarð Eðvarðsson fór á línuna.
Vilhjálmur Alvar dómari leiksins verður fyrir meiðslum og liggur eftir. 8 mínútna töf verður á leiknum. Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari 1 tekur við sem aðaldómari og Eðvarð varadómari á línuna. [’14] #LifiFyrirKA
— KA (@KAakureyri) May 25, 2019
Í hálfleik var hins vegar hringt í Sigurð Hjört Þrastarson sem er búsettur á Akureyri og dæmdi hann leikinn í síðari hálfleik. Gylfi fór því aftur á línuna og Eðvarð varð fjórði dómari á nýjan leik.
Eitthvað létu leikmennirnir þetta trufla sig því fyrsta markið kom ekki fyrr en á 76. mínútu og það síðara skömmu síðar. KA vann leikinn en Eyjamenn eru enn án sigurs í deildinni.
Síðari hálfleikur er hafinn! Engar breytingar á liðunum í hálfleik. En kominn er nýr dómari. Sigurður Þrastarsson kominn á flautuna. Þriðji dómari leiksins. Hlýtur að vera met! #LifiFyrirKA
— KA (@KAakureyri) May 25, 2019