Sigurinn kom viku eftir að Bayern varð þýskur meistari en lengi vel var liðið vel á eftir Dortmund. Titilinn fór þá að endingu til Bæjaralands, eins og undanfarin ár.
Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 29. mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 78. mínútu er Kingsley Coman tvöfaldaði forystuna.
- Most goals in DFB-Pokal finals
5 - Robert Lewandowski (@lewy_official) +1
4 - Uwe Seeler
4 - Gerd Müller #RBLFCB #DFB_Pokal
— Gracenote Live (@GracenoteLive) May 25, 2019
Pólverjinn magnaði, Robert Lewandowski, skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Bayern fimm mínútum fyrir leikslok og 3-0 sigur Bayern lokatölur.
Því enn einn bikarinn í húsi hjá Bayern en þeir bættu upp fyrir bikartapið í fyrra er þeir töpuðu úrslitaleiknum gegn Eintraht Frankfurt.
Sides to complete to league and cup double in Germany
@FCBayern (+1)
Borussia Dortmund
Werder Bremen
FC Köln #RBLFCB #DFB_Pokal
— Gracenote Live (@GracenoteLive) May 25, 2019