Barnshafandi flóttakonur ný áskorun fyrir ljósmæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 13:27 Félagslegar aðstæður flóttakvenna og hælisleitenda eru oft ekki góðar, að mati yfirljósmóður á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún. Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún.
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira