Nauseda verður næsti forseti Litháen Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2019 22:02 Hagfræðingurinn Gitanas Nausėda hafði betur gegn fyrrverandi fjármálaráðherranum Ingrida Simonyte. EPA Hagfræðingurinn Gitanas Nauseda hefur verið kjörinn nýr forseti Litháen en síðari umferð forsetakosninganna þar í landi fóru fram í dag. Hann hafði betur gegn fyrrverandi fjármálaráðherranum Ingrida Simonyte. Nauseda er talinn vera hægra megin við miðju og ávarpaði hann stuðningsmenn sína fyrr í dag þar sem hann lýsti yfir sigri. „Ég var óháði frambjóðandinn og það var mitt hlutverk að sameina litháísku þjóðina, sama hvar þeir eiga heima – í fámennari héröðum, þorpum, smærri borgum eða stórborgum,” sagði Nauseda. Hinn 55 ára Nauseda var með 72 prósent atkvæða þegar búið var að telja um 42 prósent atkvæða. Hann hefur heitið því að halda áfram á þeirri braut sem forsetinn fráfarandi Dalia Grybauskaites hefur fetað síðustu tvö kjörtímabil. Grybauskaite hefur verið einn harðasti og háværasti andstæðingur rússneskra stjórnvalda í álfunni. Fyrsta mál á dagskrá nýs forseta verður að fást við þá stöðu sem komin er upp í stjórn landsins, en forsætisráðherrann Saulius Skvernelis, sem bauð sig fram og tapaði í fyrri umferð forsetakosninganna, hefur greint frá því að hann láti af sínu embætti þegar nýr forseti sver embættiseið. Forseti Litháen getur beitt neitunarvaldi á lög sem þingið hefur samþykkt. Þá hefur hann töluverð áhrif þegar kemur að utanríkis- og varnarmálum, sem og tilnefning forsætisráðherra og dómara. Litháen Tengdar fréttir Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. maí 2019 12:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Hagfræðingurinn Gitanas Nauseda hefur verið kjörinn nýr forseti Litháen en síðari umferð forsetakosninganna þar í landi fóru fram í dag. Hann hafði betur gegn fyrrverandi fjármálaráðherranum Ingrida Simonyte. Nauseda er talinn vera hægra megin við miðju og ávarpaði hann stuðningsmenn sína fyrr í dag þar sem hann lýsti yfir sigri. „Ég var óháði frambjóðandinn og það var mitt hlutverk að sameina litháísku þjóðina, sama hvar þeir eiga heima – í fámennari héröðum, þorpum, smærri borgum eða stórborgum,” sagði Nauseda. Hinn 55 ára Nauseda var með 72 prósent atkvæða þegar búið var að telja um 42 prósent atkvæða. Hann hefur heitið því að halda áfram á þeirri braut sem forsetinn fráfarandi Dalia Grybauskaites hefur fetað síðustu tvö kjörtímabil. Grybauskaite hefur verið einn harðasti og háværasti andstæðingur rússneskra stjórnvalda í álfunni. Fyrsta mál á dagskrá nýs forseta verður að fást við þá stöðu sem komin er upp í stjórn landsins, en forsætisráðherrann Saulius Skvernelis, sem bauð sig fram og tapaði í fyrri umferð forsetakosninganna, hefur greint frá því að hann láti af sínu embætti þegar nýr forseti sver embættiseið. Forseti Litháen getur beitt neitunarvaldi á lög sem þingið hefur samþykkt. Þá hefur hann töluverð áhrif þegar kemur að utanríkis- og varnarmálum, sem og tilnefning forsætisráðherra og dómara.
Litháen Tengdar fréttir Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. maí 2019 12:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. maí 2019 12:00