Uppfært klukkan 22:40. Áhöfn síðari vélarinnar frestaði brottför frá Narsarsuaq þegar séð var að hún næði ekki til Reykjavíkur fyrir lokun flugvallarins í kvöld. Núna er stefnt að flugtaki snemma í fyrramálið og lendingu í Reykjavík í kringum tvöleytið á morgun.
Önnur vélin var smíðuð árið 1937 og er ein elsta DC 3- vél heimsins sem enn er fljúgandi. Hún var smíðuð fyrir Eastern Airlines og var númer 119 í smíðaröðinni, af alls um 13.000 vélum, sem smíðaðar voru af gerðinni DC 3 og C 47. Hin vélin er einnig fjörgömul, smíðuð fyrir bandaríska herinn árið 1941.

Flugvélarnar í kvöld eru númer 13 og 14 í röðinni og þær síðustu af þristahópnum sem flýgur um Ísland frá Bandaríkjunum til þátttöku í minningarathöfnum vegna D-dagsins í Normandí fyrir 75 árum. Þær eru svo aftur væntanlegar til Íslands síðar í sumar þegar þær fljúga til baka vestur um haf.