Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 12:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. Vísir/vilhelm Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
„Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17