„Sjálfstraustið er mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2019 14:09 Guðjón Ari ásamt foreldrum sínum þeim Elínu og Loga. Aðsend/Guðjón Ari Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít. Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít.
Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira