Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:51 Jared Kushner, ráðgjafi í Hvíta húsinu. getty/Anna Moneymaker Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“ Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“
Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira