Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2019 20:45 Hún var smíðuð árið 1937 og er tæplega 82 ára gömul. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15