Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2019 20:45 Hún var smíðuð árið 1937 og er tæplega 82 ára gömul. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15