Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. maí 2019 20:31 Srdjan Tufegdzig. Vísir/Ernir Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“ Mjólkurbikarinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“
Mjólkurbikarinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn