Í tíu ára fangelsi fyrir að breyta ferðalagi ungrar konu í martröð Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2019 23:07 Marcus Allyn Keith Martin hlaut tíu ára fangelsisrefsingu vegna málsins. Sunday Night Ástralskur karlmaður sem nauðgaði breskri konu í óbyggðum Queensland hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Maðurinn heitir Marcus Allyn Keith Martin og er 25 ára. Hann játaði að hafa nauðgað og svipt hina 22 ára gömlu Elisha Greer frelsi. Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar. Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í. Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni. Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.Elisha Greer sagði sögu sína í Sunday NightÞau lögðu af stað í ferðalag en skömmu síðar hafði Martin svipt hana frelsi ásamt því að berja hana og nauðga ítrekað. Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart. Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar. Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum. Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans. Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Ástralskur karlmaður sem nauðgaði breskri konu í óbyggðum Queensland hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Maðurinn heitir Marcus Allyn Keith Martin og er 25 ára. Hann játaði að hafa nauðgað og svipt hina 22 ára gömlu Elisha Greer frelsi. Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar. Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í. Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni. Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.Elisha Greer sagði sögu sína í Sunday NightÞau lögðu af stað í ferðalag en skömmu síðar hafði Martin svipt hana frelsi ásamt því að berja hana og nauðga ítrekað. Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart. Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar. Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum. Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans.
Ástralía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira