Stjórnarandstaðan neitar því að hafa stolið fjárlögum Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 07:42 Simon Bridges, leiðtogi nýsjálenska Þjóðarflokksins, neitar því að flokkurinn hafi komið nálægt árásum á tölvukerfi stjórnvalda. Vísir/Getty Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt. Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt.
Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira