Dúx Borgarholtsskóla fór beint frá Silfurbergi á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 11:30 Magnús Gauti ásamt Kristjáni Ara Arasyni, sviðsstjóra bóknáms við útskriftarathöfnina síðasta laugardag. Mynd/Kristín Bogadóttir „Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019. Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019.
Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira