„Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2019 10:56 Magga Stína gerði grein fyrir kröfum leigjenda og miðlaði af eigin reynslu. Vísir/vilhelm Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína. Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46