Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2019 06:15 Umræður voru fjörugar á fundinum og þurfti formaðurinn að stýra fundi af nokkurri festu. Fréttablaðið/Stefán „Það er Landsvirkjun, sem þjóðin á, í hag að halda upplýsingum um raforkuverð fyrir sig og það hræðir ekki samningsaðilana að fá upplýsingar um hvað keppinautar þeirra eru að kaupa rafmagnið á heldur er það þeim í hag,“ sagði Frosti Sigurjónsson á fundi með utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann í gær. Frosti var gestur nefndarinnar ásamt nokkrum félögum sínum í samtökunum Orkan okkar. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Frosta um afstöðu hans til aukinnar kröfu í orkupakkanum um gagnsæi og upplýsingagjöf um raforkuverð. „Hvort sem við erum sammála um samkeppni á orkumarkaði eða ekki, þá er með orkupakkanum meðal annars verið að þrýsta á gagnsæi og upplýsingaöflun sem skiptir gríðarlega miklu máli varðandi raforkuverð til heimila,“ sagði Þorgerður og bætti við athugasemd um að stórnotendur óttuðust nákvæmlega þetta; aukið gagnsæi, enda geti verið að þeirra samningsstaða gagnvart ríkisfyrirtækjum verði ekki eins góð fyrir vikið. Frosti svaraði Þorgerði með þeim hætti að það væri ekki í þágu hagsmuna þjóðarinnar að gagnsæi ríkti um raforkuverð til stóriðjunnar. „Það er okkur í hag að vera ekki að birta þessar upplýsingar og reyna að ná sem bestum samningum við hvern og einn og standa sterkar aðþessu sem þjóð, þannig getum við fengið hærra verð fyrir orkuna,“ sagði Frosti. Fulltrúar Landsvirkjunar og Landsnets komu einnig á fund nefndarinnar og innti Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þá eftir því hverjir hefðu helst hag af því að innleiða ekki orkupakkann. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, svaraði því þannig til að ákveðin stóriðjufyrirtæki sæju hag sinn í því að það myndi veikja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart þeim. Fulltrúar beggja ríkisfyrirtækjanna lýstu því einnig á fundinum að frá því innleiðing evrópska orkuregluverksins hófst hefði samningsstaða þeirra styrkst verulega og arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið aukist. Ekki virtust þó allir gestir nefndarinnar á þeirri skoðun að Landsvirkjun ætti að leita bestu samninga. Þannig gagnrýndi varaforseti ASÍ, Vilhjálmur Birgisson, Landsvirkjun fyrir fyrir mjög hátt verð á raforku til Elkem á Grundartanga. Fundurinn sem stóð frá kl. 13 til 18 var opinn fjölmiðlum. Athygli vakti að enginn þingmanna Miðflokksins var á fundinum en Gunnar Bragi Sveinsson er aðalmaður í utanríkismálanefnd. Varamaður hans í nefndinni er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hvorugur þeirra var við þingstörf þegar fyrri umræða um málið fór fram í þingsal en Miðflokkurinn hefur lagst hart gegn því. Eini þingmaðurinn úr hópi þeirra sem lýst hafa andstöðu við málið og sat fundinn í gær var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Meðal annarra gesta fundarins var fyrrverandi dómari EFTA-dómstólsins og var hann spurður ítarlega um ýmsar fullyrðingar sem deilt hefur verið um í umræðunni hér á landi um orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar sátu fyrir svörum nefndarinnar í tæpa eina og hálfa klukkustund. Nokkrir nefndarmenn hrósuðu þeim fyrir skjóta uppbyggingu fjöldasamtaka um málið en brýndu einnig fyrir þeim að vanda sig í umræðunni og halda ekki á lofti villandi eða röngum staðhæfingum. Þorgerður Katrín sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem alið er á ranghugmyndum og hræðsluáróðri og rifjaði upp þegar annar orkupakkinn var á dagskrá. Þá hafi forystumenn í Framsóknarflokknum verði lagðir í einelti og ríkisstjórnin öll setið undir miklum ákúrum um að raforkuverð myndi stórhækka og við værum að gefa orkuna frá okkur. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
„Það er Landsvirkjun, sem þjóðin á, í hag að halda upplýsingum um raforkuverð fyrir sig og það hræðir ekki samningsaðilana að fá upplýsingar um hvað keppinautar þeirra eru að kaupa rafmagnið á heldur er það þeim í hag,“ sagði Frosti Sigurjónsson á fundi með utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann í gær. Frosti var gestur nefndarinnar ásamt nokkrum félögum sínum í samtökunum Orkan okkar. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Frosta um afstöðu hans til aukinnar kröfu í orkupakkanum um gagnsæi og upplýsingagjöf um raforkuverð. „Hvort sem við erum sammála um samkeppni á orkumarkaði eða ekki, þá er með orkupakkanum meðal annars verið að þrýsta á gagnsæi og upplýsingaöflun sem skiptir gríðarlega miklu máli varðandi raforkuverð til heimila,“ sagði Þorgerður og bætti við athugasemd um að stórnotendur óttuðust nákvæmlega þetta; aukið gagnsæi, enda geti verið að þeirra samningsstaða gagnvart ríkisfyrirtækjum verði ekki eins góð fyrir vikið. Frosti svaraði Þorgerði með þeim hætti að það væri ekki í þágu hagsmuna þjóðarinnar að gagnsæi ríkti um raforkuverð til stóriðjunnar. „Það er okkur í hag að vera ekki að birta þessar upplýsingar og reyna að ná sem bestum samningum við hvern og einn og standa sterkar aðþessu sem þjóð, þannig getum við fengið hærra verð fyrir orkuna,“ sagði Frosti. Fulltrúar Landsvirkjunar og Landsnets komu einnig á fund nefndarinnar og innti Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þá eftir því hverjir hefðu helst hag af því að innleiða ekki orkupakkann. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, svaraði því þannig til að ákveðin stóriðjufyrirtæki sæju hag sinn í því að það myndi veikja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart þeim. Fulltrúar beggja ríkisfyrirtækjanna lýstu því einnig á fundinum að frá því innleiðing evrópska orkuregluverksins hófst hefði samningsstaða þeirra styrkst verulega og arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið aukist. Ekki virtust þó allir gestir nefndarinnar á þeirri skoðun að Landsvirkjun ætti að leita bestu samninga. Þannig gagnrýndi varaforseti ASÍ, Vilhjálmur Birgisson, Landsvirkjun fyrir fyrir mjög hátt verð á raforku til Elkem á Grundartanga. Fundurinn sem stóð frá kl. 13 til 18 var opinn fjölmiðlum. Athygli vakti að enginn þingmanna Miðflokksins var á fundinum en Gunnar Bragi Sveinsson er aðalmaður í utanríkismálanefnd. Varamaður hans í nefndinni er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hvorugur þeirra var við þingstörf þegar fyrri umræða um málið fór fram í þingsal en Miðflokkurinn hefur lagst hart gegn því. Eini þingmaðurinn úr hópi þeirra sem lýst hafa andstöðu við málið og sat fundinn í gær var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Meðal annarra gesta fundarins var fyrrverandi dómari EFTA-dómstólsins og var hann spurður ítarlega um ýmsar fullyrðingar sem deilt hefur verið um í umræðunni hér á landi um orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar sátu fyrir svörum nefndarinnar í tæpa eina og hálfa klukkustund. Nokkrir nefndarmenn hrósuðu þeim fyrir skjóta uppbyggingu fjöldasamtaka um málið en brýndu einnig fyrir þeim að vanda sig í umræðunni og halda ekki á lofti villandi eða röngum staðhæfingum. Þorgerður Katrín sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem alið er á ranghugmyndum og hræðsluáróðri og rifjaði upp þegar annar orkupakkinn var á dagskrá. Þá hafi forystumenn í Framsóknarflokknum verði lagðir í einelti og ríkisstjórnin öll setið undir miklum ákúrum um að raforkuverð myndi stórhækka og við værum að gefa orkuna frá okkur.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira