Innlent

Skipuð yfirlögregluþjónn fyrst kvenna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarney S. Annelsdóttir tekur við skipunarbréfinu úr hendi Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Bjarney S. Annelsdóttir tekur við skipunarbréfinu úr hendi Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Bjarney S. Annelsdóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn fyrst kvenna hér á landi en hún starfar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mun Bjarney leiða rannsóknardeild og almenna deild embættisins að því er fram kemur í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að Bjarney hafi fyrst hafið störf í afleysingum í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1999. Hún útskrifaðist sem lögreglumaður úr Lögregluskóla ríkisins árið 2003, starfaði hjá lögreglunni í Hafnarfirði árið 2004 og í Keflavík árið 2005.

„Hún hóf störf við kennslu í Lögregluskóla ríkisins sem lögreglufulltrúi árið 2007 til 2013 þegar hún varð aðalvarðstjóri í lögreglunni á Suðurnesjum.  Frá áramótum 2017/2018 var hún settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum og síðan skipaður yfirlögregluþjónn frá 15.apríl sl.

Bjarney hefur breiðan menntunargrunn en til viðbótar námi úr Lögregluskólanum (2003) lauk hún rekstrarfræði frá Bifröst árið 2002, viðskiptafræði BSc frá Bifröst árið 2006 og M.ed gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá HÍ árið 2016.  Þá hefur hún að baki fjölda starfstengdra námskeiða,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×