Innlent

Verkfæraþjófnaður í Reykjanesbæ

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. Fréttablaðið/GVA
Umtalsverðu magni af verkfærum var stolið í vikunni þegar brotist var inn í verkstæði í Keflavík. Var meðal annars um að ræða borvélar, stingsög, verkfæratösku auk fleiri muna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en áætlað verðmæti verkfæranna er 4 – 500 þúsund krónur. Talið er að kúbein hafi verið notað til að spenna upp hurð til að komast inn á verkstæðið.

Er málið til rannsóknar lögreglunnar sem barst einnig tilkynning um stuld á þremur reiðhjólum.

Þá var tilkynnt um stuld á þremur reiðhjólum. Tvö þeirra voru tekin úr ólæstum bílskúr og er verðmæti hvors um sig um 86 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×