Fyrst um sinn fengu boðsgestir aðeins aðgang en þegar líða tók á kvöldið var þeim hleypt inn sem keypt höfðu aðgöngumiða.
Hver keppandi sem mætti á svið flutti framlag sitt í Eurovision ásamt öðru lagi, en Hatara-menn voru einu flytjendurnir sem fluttu aðeins eitt lag.
Á meðal þeirra sem komu fram var finnski plötusnúðurinn Darude sem gerði allt vitlaust með smellinum sínum Sandstorm áður en hann taldi í lagið sem hann mun flytja í Eurovision.
Sænska Eurovision-stjarnan Charlotte Perrelli var á meðal flytjenda í kvöld en hún flutti lagið sitt Take Me to Your Heaven sem tryggði henni sigur í keppninni árið 1999 sem var einmitt haldin í Ísrael líkt og í ár.