Tugir mála ratað á borð lögreglunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. 59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17
Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45
Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24