Samantekt á þriðju viku Lenovo deildarinnar Samúel Ólason skrifar 13. maí 2019 16:35 Á sunnudaginn kláraðist þriðja vika Lenovo Deildarinnar, fjórir leikir voru spilaðir á sunnudaginn, tveir í League of Legends og tveir í Counter-Strike: Global Offensive. Leikir sunnudagsins voru æsispennandi og þá sérstaklega viðureign KR og Tropadeleet í CS:GO sem fór í tvöfalda framlengingu. Lenovo Deildin er í beinni alla miðvikudaga kl: 19:30, fimmtudaga kl: 19:30 og Sunnudaga kl: 17:00. Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).Sjá einnig: Skyggnst á bakvið tjöldin í Lenovo deildinniLeikur 1 - League of Legends - Old Dogs v Kings Fyrsti leikur sunnudagsins var leikur Old Dogs og Kings í League of Legends. Fyrir leikinn sátu bæði liðin á botninum á deildinni, Kings með engan sigur og Old Dogs aðeins með einn sigur á móti Kings. Það var því tækifæri fyrir Kings til að jafna metin á neðri hluta töflunnar og koma sér úr fallhættu í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan.Leikur 2 - League of Legends - Frozt v Dusty Næsti leikur sunnudagsins var toppbaráttan í deildinni en með þessum leik áttu Dusty tækifæri á að jafna metin á toppnum en fram að þessu voru Frozt ósigraðir og Dusty aðeins búnir að tapa leiknum sínum við Frozt. Það var því til mikils að vinna fyrir Dusty í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 3 - Counter-Strike: Global Offensive - Tropadeleet v KR Næst á dagskrá var Counter-Strike en fyrsti leikur dagsins var á milli KR sem fyrir leikinn voru í öðru sæti í deildinni og Tropadeleet sem voru jafnir í neðsta sæti deildarinnar og áttu færi á að koma sér frá fallsætinu, þetta var því algjör skyldusigur fyrir Tropadeleet. Leikurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu og fór í tvöfalda framlengingu. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 4 - Counter-Strike: Global Offensive - Fylkir v HaFiÐ Fylkir sem verma botnsætið í deildinni mættu Hafinu sem voru ósigraðir og hafa hingað til verið óstöðvandi. Fylkir náðu fyrsta sigri sínum fyrr í vikunni og vildu halda þeirri sigurgöngu gangandi. Hægt er að sjá allt það helsta og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Á sunnudaginn kláraðist þriðja vika Lenovo Deildarinnar, fjórir leikir voru spilaðir á sunnudaginn, tveir í League of Legends og tveir í Counter-Strike: Global Offensive. Leikir sunnudagsins voru æsispennandi og þá sérstaklega viðureign KR og Tropadeleet í CS:GO sem fór í tvöfalda framlengingu. Lenovo Deildin er í beinni alla miðvikudaga kl: 19:30, fimmtudaga kl: 19:30 og Sunnudaga kl: 17:00. Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).Sjá einnig: Skyggnst á bakvið tjöldin í Lenovo deildinniLeikur 1 - League of Legends - Old Dogs v Kings Fyrsti leikur sunnudagsins var leikur Old Dogs og Kings í League of Legends. Fyrir leikinn sátu bæði liðin á botninum á deildinni, Kings með engan sigur og Old Dogs aðeins með einn sigur á móti Kings. Það var því tækifæri fyrir Kings til að jafna metin á neðri hluta töflunnar og koma sér úr fallhættu í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan.Leikur 2 - League of Legends - Frozt v Dusty Næsti leikur sunnudagsins var toppbaráttan í deildinni en með þessum leik áttu Dusty tækifæri á að jafna metin á toppnum en fram að þessu voru Frozt ósigraðir og Dusty aðeins búnir að tapa leiknum sínum við Frozt. Það var því til mikils að vinna fyrir Dusty í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 3 - Counter-Strike: Global Offensive - Tropadeleet v KR Næst á dagskrá var Counter-Strike en fyrsti leikur dagsins var á milli KR sem fyrir leikinn voru í öðru sæti í deildinni og Tropadeleet sem voru jafnir í neðsta sæti deildarinnar og áttu færi á að koma sér frá fallsætinu, þetta var því algjör skyldusigur fyrir Tropadeleet. Leikurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu og fór í tvöfalda framlengingu. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 4 - Counter-Strike: Global Offensive - Fylkir v HaFiÐ Fylkir sem verma botnsætið í deildinni mættu Hafinu sem voru ósigraðir og hafa hingað til verið óstöðvandi. Fylkir náðu fyrsta sigri sínum fyrr í vikunni og vildu halda þeirri sigurgöngu gangandi. Hægt er að sjá allt það helsta og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira